Færslur: 2007 Júní

29.06.2007 23:13

Shellmótið

Þá stendur Shellmótið (pollamótið) sem hæst og peyjarnir hæstánægðir í sól og blíðu, að sjálfsögðu.  Um 1000 strákar keppa á mótinu að þessu sinni. 

27.06.2007 00:33

Útreiðar í kvöldsólinni

Palli og Selma með nokkra til reiðar.

27.06.2007 00:27

Hott hott á hesti

Það þurfa ekki allir að vera háir í loftinu til að fara á hestbak. Anton Máni og Adam Smári 5 og 3ja ára afastrákar á Degi og Gjafari.

22.06.2007 23:33

Ættarmót

í dag komu afkomendur Þórunnar Sveinsdóttur á hestbak   það voru margir krakkar og nokkrir fullorðnir sem fóru  á bak ;). 

16.06.2007 23:27

Kvennareiðnámskeið

Þá er kvennareiðnámskeiðið byrjað og erum við nokkrar kellur sem ríðum út á kvöldin.  Veðrið hefur leikið við okkur og er þetta mjög hressandi. Reyndar eru unglingarnir Heiða og Selma líka, finnst þeim við greinilega ekkert of gamlar til að ríða út með!!! Ef einhverjar áhugasamar vilja vera með þá endilega hafið samband.  Myndirnar eru af krökkunum ríða berbakt í reiðskólanum - engin af okkur!

16.06.2007 23:01

Sokki kominn til Eyja

Þá er hann Sokki Perluson kominn til Eyja en hann er í eigu MK. Búið að járna hann og er hann til í slaginn. Heiða ríður honum galvösk um fjöruna.  Didda er á Mola og Margrét Rún á uppáhaldshestinum honum Þokka.
10.06.2007 21:15

Litli ljóski

Mjallhvít kastaði þann 9. júní þessum myndarlega fola. Þarna er hann aðeins 12 tíma gamall.
09.06.2007 00:32

Reiðskólinn byrjaður

Reiðskólinn byrjaði í gær í blíðskaparveðri eins og það gerist best í Vm. Við byrjuðum á vellinum en fórum síðan í útreiðartúr, enda duglegir krakkar.  Hestarnir voru hálfþreyttir á eftir!

Við kíktum upp í sveit um daginn að skoða hross að sjálfsögðu. Meðal annars var hún Mjallhvít okkar hálfsyfjuð enda stutt í köstun.06.06.2007 00:08

Sokki

 

Sokki frá Vestmannaeyjum undan Perlu.  Knapar eru Sandra Dís og Heiða. Ása og Snælda fá að fljóta með.

  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503785
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 14:21:12


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar