Færslur: 2007 Júlí

30.07.2007 18:28

Kvennanámskeið

Það gekk á ýmsu hjá sumum að komast á bak og gott að hafa Palla til aðstoðar!!!  Við stefnum á annað námskeið eftir þjóðhátið svo endilega hafið samband. Síminn hjá okkur er 898-1809. Á síðasta námskeiði var ágætis þátttaka og ætlar allavega ein að halda áfram.20.07.2007 22:23

Kvennareiðnámskeið

Þá er búið að ákveða næsta kvennareiðnámskeið, en það byrjar næsta mánudagskvöld þann 23. júlí kl. 20 í Lyngfelli. Áhugasamar hafi samband fyrir þann tíma hjá okkur. Eins er hægt að taka staka reiðtúra. Þá kom til tals í hesthúsaspjalli í dag að hafa hjónareiðtúra og erum við opin fyrir öllu. Endilega komið með uppástungur og svo er bara að skrá sig. 
Folöldin eru alltaf í uppáhaldi hjá okkur og stundum stilla þau sér svo flott upp. Nokkrar myndir á mýrunum í Landeyjunum.


15.07.2007 20:57

Tvistur

Þetta er hann Tvistur sem Heiða og fjölsk. er að spá mikið í. Hann er fjögra vetra og ótaminn en óskaplega ljúfur. Læt Mjallhvíti og son fylgja með.14.07.2007 23:15

Útreiðar í bíðunni

Sveinn Andri er farinn að ríða Sokka. Það var byrjað að temja hann síðasta vetur (2006) og aðeins riðið um sumarið. Hann kom aftur til Eyja í vor og plumar sig ágætlega hér.Sveinn Andri vill helst alltaf prófa nýja hesta sem er bara mjög gott. Á myndunum eru líka Palli, Heiða, Margrét Rún og Agnes Svava.11.07.2007 20:58

Svaka stuð!

Hestarnir sluppu á annað tún í gær - gleymdist að loka gerðinu. Þeir voru ekki lengi að fatta það og tóku á rás. Það er nú nauðsynlegt að hafa smágleði stundum.

     

                                                

10.07.2007 22:47

Gaman að vaða

Það er einhvern veginn alltaf gaman að fara fjöruhring, fjaran er aldrei eins. Syðst í klaufinni er hægt að vaða og eins höfum við sundriðið þar (þó ekki með krakka)  Sumum finnst aðalsportið að fara ríðandi í fjöruna og vaða. Þetta eru Ása, Heiða, Kristín Rós, Steiney, Lúkas og Sesar.05.07.2007 19:58

Spurning dagsins ;)

Hvað komast margir krakkar á bak Mola?   Reiðskólakrakkarnir Margrét Rún, Kristín Rós, Steiney, Lúkas og Sesar.  Ég hugsa að það hefði verið hægt að troða Heiðu og Agnesi Svövu með en ekki víst að hesturinn hefði verið ánægður að  hafa krakka á hálsinum!  


05.07.2007 19:51

Kolluungar

Æðarkollur verpa svolítið í túninu hjá okkur  og fylgdust Sveinn Andri og Ívar með þessum ungum áður en þeir fóru niður að sjó með mömmu sinni.  Hún tók þessu öllu með jafnaðargeði.
01.07.2007 21:02

Meira af Shellmóti

Þá er þessu Shellmóti að ljúka. Strákarnir í ÍBV D3 voru í 6. sæti og D2 í 5. sæti. Til hamingju með það strákar!  Ég held ég hafi ekki öskrað ranga setningu á röngum tíma, en það er auðvelt að gleyma sér í æsingnum!!!  Eftir pizzuveislu og fleira var farið í siglingu með Viking tours.
  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503770
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 13:46:04


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar