Færslur: 2007 Ágúst

28.08.2007 18:15

Reiðskólanum lokið

Þá er reiðskólanum formlega lokið þetta sumarið. Þó koma krakkar og fullorðnir dag og dag þegar viðrar. Enda allra veðra von orðið. Við stefnum á að hafa hestana á járnum út september og jafnvel lengur.
Það þurfa þó ekki allir hnakk og beisli til að fara á hestbak, en Sveini Andra og Mána kemur vel saman.
 

24.08.2007 23:10

Afmæli afmæli

                                

Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar, alltaf gaman að fá kveðjur.  Við Hulda eigum afmæli í dag, til hamingju með daginn Hulda. Við erum 97 ára til samans, mér finnst nú örstutt síðan við vorum 27 ára til samans.
Ég eyddi deginum í hesthúsinu - hvað er hægt að hugsa sér betra en að fara í útreiðartúr í góðu veðri með skemmtilegum krökkum og Ingu og Heiðu. Allavega fannst mér deginum vel varið og svo smá kaffi um kvöldið.  Kallinn reyndar farinn á sjóinn en það er nú eins og það er að allt frí tekur enda.
Um síðustu helgi fórum við norður í Bárðardal í 15 ára útskriftarafmæli frá Hvanneyri og var mikið stuð. Var gist á Kiðagili www.kidagil.is  og er fín aðstaða þar. Ég á eftir að setja inn myndirnar síðar, þegar myndasíðan kemst í lag.

13.08.2007 12:46

Verslunarmannahelgin

Þjóðhátíðin búin og öll sú gleði sem henni fylgir. Við erum reyndar ekkert fyrir svona fylliríishátíð og vorum á paradís á jörð, í sólinni í Mýrdalnum.  Við fórum að veiða og veiddum ekki neitt. Eins fórum við inn á Höfðabrekkuheiðar á bílnum og inn í Þakgil. Þarna er alveg hrikalega fallegt, höfum reyndar oftar farið ríðandi en hestaferð Sindra var einmitt þarna helgina 10.-11. ágúst. Við komumst því miður ekki með vegna anna.
Á myndunum er Sveinn Andri að bíða eftir þeim stóra við Höfðabrekku og hin er tekin inn á afrétt.12.08.2007 18:44

Margt býr í þokunni

Þokan læddist svona flott yfir Smáeyjarnar í gærkvöldi og sést smá í Blátind.02.08.2007 00:58

Gleðilega Þjóðhátíð!

Þá er að nálgast Þjóðhátíð og orðið mikið líf í bænum. Átti að byrja að tjalda hvítu tjöldunum annað kvöld en búið að þjófstarta a.m.k. tvisvar í kvöld en veit ekki hvort hælarnir voru teknir upp aftur.  Það er nú alltaf stemning í kringum þetta.
Við vorum á ættarmóti um síðustu helgi og var mjög gaman. Mikið sungið en sumir þrættu fyrir það. Myndirnar tala sínu máli enda gleðipinnar í ættinni.

 

 

  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508575
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:42:09


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar