Færslur: 2007 Október

14.10.2007 18:36

Home Sweet Home

Ég er sem sagt komin heim eftir skvísuferð til Berlínar. Fórum 5 saman í tilefni 40 ára afmælis okkar á árinu. Þrömmuðum um alla borg og skoðuðum mjög mikið á þessum þremur dögum sem við höfðum. Þvílíkt mikið að skoða þarna! Versluðum helling, en hefðum örugglega getað verlað meira. Er það ekki alltaf svoleiðis? Morgunverðarhlaðborðið var algjör snilld og var maður södd langt fram á dag. Veitingahúsin sem við borðuðum á voru öll mjög góð, líklega stendur Spindler&Klatt.de upp úr, en þar var áður stórt vöruhús. En stelpur, takk fyrir frábæra ferð.


Holocaust Memorial er ógleymanlegur staður.


Við nýttum tímann fram í myrkur að skoða! Leikhúsið.

Á góðri stundu á Spindler&Klatt.


03.10.2007 17:57

Hjördís afmæli

Til hamingju með afmælið á laugardaginn elsku Hjördís okkar. (Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!) Verður 26 ára stelpan. En stákarnir hennar, Anton Máni og Adam Smári voru í heimsókn um síðustu helgi og að sjálfsögðu fórum við í hesthúsið að gefa þeim brauð. Þeir eru orðnir feitir og fínir, enda komnir í haustfrí.  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508575
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:42:09


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar