Færslur: 2007 Nóvember

29.11.2007 22:36

Sannur íslenskur karlmaður

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu viku. Tveir krakkar, 8 og 13 ára eru búin að vera tæpa viku hjá okkur og bara gengið nokkuð vel. Sveinn Andri og strákurinn, Víðir hafa ekkert slegist og ótrúlega góðir saman. Stelpan, Guðrún Svanlaug hefur verið ósköp róleg og erum við búin að baka helling og búin að jólaskreyta eitthvað. Þannig að það er nú farinn að koma svolítill jólaandi í húsið. Sveinn Andri er búinn að vera að manna Víði helling og sýna honum hvernig "sannur íslenskur karlmaður" er. Ég veit ekki hvernig viðbrögð verða hjá foreldrum hans þegar hann tekur lýsisflöskuna, tekur gúlsopa og segir: Sannur íslenskur karlmaður!
Jólakveðja

20.11.2007 20:14

Kominn vetur

Hún Ósk okkar er alltaf jafnfalleg. Fórum í haust, eða síðast þegar snjóaði, og kíktum á hana. Hún er ósköp spök greyið þó hún sé ekki nema veturgömul og ekkert búið að vinna í henni.  Eitthvað virðist hún vera að segja við Palla.

Sveinn Andri er stundum duglegur að hjálp mömmu sinni í hesthúsinu og vorum við að draga undan um daginn. Sannast máltækið: Margur er knár þótt hann sé smár. Er ekki við hæfi að eigandinn lyfti löppinni á hestinum sínum!

08.11.2007 23:46

Komnir á gjöf

Hestarnir fengu sína fyrstu rúllu í dag. Hreyfðu sig ekki langt frá og voru vel saddir og ánægðir. Sólin lét sjá sig eins og vera ber hér í Eyjum. Myndina á hlöðunni málaði maður að nafni Sigurfinnur (Finnur teiknari), fyrir nokkrum árum. Algjör snilld, væri til í að geta málað svona!
Hvernig er það, er ekkert brauð í boði???

 

03.11.2007 17:11

Berlín

Það er allt rólegt yfir Lyngfellinu þessa dagana. Hestarnir feitir og fínir og ekki byrjaðir að fá hnjóska. Vorum að því komin að skella þeim inn fyrir helgi en þeir báru sig mjög vel í öllu rokinu, 37m/s og 45 m/s í hviðum, enda 9 stiga hiti. Þeir hafa ágætisskjól annars hefðu þeir sennilega fokið eitthvað út í buskann!  
Set inn fleiri myndir frá Berlín, þessari frábæru borg, þar sem myndasíðan er ekki komin í gagnið.


Leifar af múrnum


Arkitektúrinn á Potsdamer Platz er alveg magnaður.
  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503770
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 13:46:04


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar