Færslur: 2007 Desember

31.12.2007 21:38

Gleðilegt ár!

           

Við óskum ykkur öllum gleðilegs árs og friðar á komandi ári.  Þökkum það liðna.
Kærar kveðjur
Palli, Ása og Sveinn Andri.

23.12.2007 23:40

Jólin jólin

Við óskum öllum vinum, vandamönnum og öðrum sem vilja þekkja okkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hafið það sem best á nýja árinu.
Jólakveðja
Tvífættlingar og ferfættlingar í Lyngfelli

     

17.12.2007 22:59

Afmæli afmæli
Hún Matta sys á afmæli í dag, orðin forty something. Til hamingju með það dúllan mín. Ætla ekki að segja "njóttu dagsins " þar sem hún lá í flensu í allan dag!
Jólakveðja

16.12.2007 00:29

Tekið inn

Þá erum við búin að taka inn, gerðum það reyndar á þriðjudaginn, áður en enn eitt stormviðrið gekk yfir. Allir hestarnir okkar eru lausir við hnjóska þó að veðrið sé alls ekki búið að vera hestvænt í haust. Við vorum reyndar spurð að því um daginn hverju við mundum þakka það og þurftum við aðeins að hugsa okkur um. Þeir eru reyndar í ágætum holdum, en það sem við teljum gera gæfumuninn er að við höfum gefið lýsi yfir veturinn undanfarin ár. Það hefur helling að segja.
Við gáfum folöldunum okkar inn ormalyf um daginn og leiðitömdum þau aðeins um leið. Þau tóku þessu með jafnaðargeði enda ekki annað í stöðunni. Við komum heim á mánudagskvöld og vorum sex og hálfan tíma í skemmtisiglingu í Herjólfi. Ekki leiðinlegt það!!! Þvílíkur munur þegar ferjulægi í Bakkafjöru verður komið og maður verður 25 mín á milli lands og eyja.

03.12.2007 00:27

Folöld tekin undan

Í dag voru folöldin á Strönd tekin undan. Veðrið lék við okkur, þurrt en ansi kalt. Við hér á skerinu erum ekki vön svona kulda, þar sem sjaldnast fer yfir frostmark.
Palli sá Ljóska sinn í fyrsta sinn og var bara nokkuð ánægður með hann. Einnig sá hann nýjasta meðlim fjölskyldunnar, Suðra Seifsson frá Strönd.
Sveinn Andri gat ekki stillt sig um að fara aðeins á bak henni Mjallhvíti.

Hvað er eiginlega á bakinu á mömmu???

 

  • 1
Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503795
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 15:10:43


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar