Færslur: 2008 Janúar

22.01.2008 13:29

Horfum til himins....

Það er þvílíkt búið að ganga á í nótt og fór vindurinn upp í 48 m/s. Ekki skrítið að eitthvað láti undan.  Þakið á hlöðunni byrjaði að fjúka og fór um 1/4 hluti af því. Palli fékk smiði með sér til að stoppa það.

20.01.2008 21:33

Snjór

Við erum nú ekkert búin að vera sérstaklega dugleg að fara í hnakkinn undanfarið, enda ekkert spennandi að vera á veginum í fljúgandi hálku. Ég man  þegar Palli var í útreiðartúr við svipaðar aðstæður fyrir nokkrum árum  að bíll kom aftan að honum, keyrði á merina og bókstaflega skautaði henni út af veginum. Ótrúlegt að hvorki Palla né merina sakaði.  Hestarnir hafa samt fengið sína hreyfingu á vellinum.
Þetta er mesti snjór sem hefur komið hér í fleiri ár og eru þessir fáu jeppakarlar í essinu sínu. Sveinn Andri fékk að sitja í hjá Steina í dag, alsæll. Ég held að pabbi hans verði að fara að gera breytingu á bílnum okkar svo að þeir feðgar geti leikið sér í snjónum með hinum "strákunum"!!!


Hvor er flottari?!!!!!

09.01.2008 22:22

Janúar

Þá er hestamennskan hjá okkur að komast á skrið. Búið að járna allflesta og ormahreinsa og þvíumlíkt. Við komumst meira að segja á hestbak fjóra daga í röð um daginn og hefur það ekki gerst síðan í sumar.  Annars hefur janúar oft verið leiðinlegur og lítið gert nema dúllerí inni í hesthúsi og að sjálfsögðu gott kaffispjall.
Myndaalbúmið er komin í gagnið, endilega kíkjið á það!  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508562
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:05:14


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar