Færslur: 2008 Febrúar

25.02.2008 21:21

Tennur raspaðar

Mia dýralæknir kom um daginn og kíkti upp í flesta hestana og raspaði þá. Ótrúlegt hvað þeir verða afslappaðir en allir voru þeir deyfðir og hausnum skellt upp á stand með púða. Algjör snilld að þurfa ekki að halda hausnum uppi. Strákarni þrír eiga heiður skilið fyrir að gefa alveg vinnufrið, en það var komið fram yfir háttatíma hjá þeim þegar Mia var búin.
Annars eru veikindi að hrjá okkur núna, kom að því að flensan bankaði upp á en annars höfum við sloppið alveg í vetur. Set inn mynd af sjúklingnum og hestum sem verið var að raspa.
Greyin, þeir urðu svo slappir af sprautunni

11.02.2008 19:27

Þorrinn

Þorrinn hefur verið afskaplega hvimleiður veðurfarslega séð. Þakið hélst þó á hlöðunni í síðasta roki en ein hliðin á litlu gerði lagðist á hliðina og boltarnir sem festu spýturnar kubbuðust í tvennt.  Við verðum að fá eitthvað extra extra sterkt í gerðin okkar með þessu áframhaldi.
Ekki höfum við mikið riðið út að undanförnu og lítið gengið í  tamningum. Trippin sem fara að verða talin fullorðin, kunna vel á tvítauminn og búið. Hrossin fá  sína hreyfingu aðallega í gerðinu og um daginn kom þessi fíni skafl akkúrat í mitt gerðið. Hann er reyndar á undanhaldi eftir síðustu rigningar. Sveinn Andri þurfti ekki að láta segja sér tvisvar að reka hestana. Að sjálfsögðu lét sólin sjá sig.01.02.2008 20:12

Kyndilmessa

Janúar loksins búinn og styttist í bolludag og tilheyrandi. Á morgun 2. febrúar er kyndilmessa og samkvæmt þjóðtrúnni á ekki að sjást til sólar þann dag, þá verður það sem eftir lifir vetrar snjólétt. Ef hins vegar verður sól, verður snjóþungt það sem eftir lifir vetrar. Veðurspáin er nú ekki hagstæð hvað það varðar, það verður bara að koma í ljós. Annars verður tilbreyting að fá sól og hægan vind. Vindkælingin undanfarið er búin að vera ansi mikil og fara hestarnir ekki mikið út, aldrei slíku vant.
Himininn var mjög flottur þann 23. janúar, glitský og skýjabakkar í kring. Táknrænn að mati sumra Vestmannaeyinga sem upplifðu gosið.
Hægt að skoða fleiri myndir í myndaalbúmi, undir Rok, sjór og glitský.


  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503770
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 13:46:04


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar