Færslur: 2008 Mars

25.03.2008 17:35

Afmæli

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Harpa
hún á afmæli í dag

Innilegar hamingjuóskir með afmælið (það kemur fyrir að ég muni eftir deginum)
Njóttu dagsins elsku vinkona!

23.03.2008 22:45

Páskareið

Gleðilega páska öllsömul.
Gréta mamma/tengdó/amma og Hafsteinn frændi áttu afmæli í gær, þann 22. mars. Hjartanlega til hamingju með daginn.
Við fórum hefðbundinn páskareiðtúr á Föstudaginn langa og vorum flest 28 á baki. Sá yngsti var 9 ára og sá elsti um sextugt. Nokkuð gott miðað við að það eru ekki svo margir sem stunda þetta að staðaldri. Frá Lyngfelli fóru 9 manns.
Á laugardag kom áhöfnin á Smáey VE með börn, barnabörn og fleiri börn. Krakkarnir fóru á hestbak og kokkurinn grillaði pylsur. Mikið gaman þó það væri "svolítill" vindur.
 Á Páskadag riðum við Lyngfellingar í Páskahelli en hefð er fyrir að fara í Páskahelli þennan dag. Allir hressir miðað við að við fórum öll saman út að borða í gærkvöldi og vöktum fram á nótt.
Takk fyrir góða helgi.
Myndir frá helginni eru komnar í myndaalbúm.
Páskakveðja


Myndarlegur hópur frá Lyngfelli


Yngsti reiðmaðurinn með trússtöskuna sína


Riðið út á Eiði

15.03.2008 12:47

Reiðtúrar

Það er nú aldeilis búið að vera veðrið til að ríða út undanfarið og lítill tími til að blogga! Það  má segja að oft erum við í kvennareiðtúr en Palli og Sveinn Andri halda uppi heiðri karlanna. Við Vala fórum um daginn með Sveini Andra og Lísu og þurftum við að fara fjallabaksleið frá húsinu í öllum snjónum.


Það var það mikill skafl í heimtröðinni að jeppinn komst ekki einu sinni til að gera braut!


Jafnaldrarnir Sveinn Andri og Máni

03.03.2008 22:42

Meiri snjór, meiri snjór

Við erum ekki ennþá búin að komast á bílnum í hesthúsið en alltaf styttist leiðin sem þarf að labba. Maður hefur svo sem gott af því. Fórum á rúntinn í gærkvöldi, skrítin tilfinning, en það lá við að það væri fleira fólk á göngu en í bílum. Það var búið að ryðja smápart af bænum og margar götur lokaðar.


sumir skaflarnir eru ansi stórir


hesthúsið í öllum sínum ljóma, hurðina er hægra megin!


skaflinn sem stoppar að við komumst lengra


vegurinn er einhvers staðar þarna hinum megin
einhver festi sig þar sem hrúgan er (ekki rauður) en nefni engin nöfn!fíni snjóblásarinn sem kom ofan af landi. Ég held að grafan sé að ýta honum í gang!

02.03.2008 12:46

Pollýanna

Það þýðir ekkert annað en að fara í Pollýönnuleik þegar veðrið er eins og það er. Gömul veðurspá segir:
Ef hún Góa öll er góð
öldin má það muna,
þá mun Harpa hennar jóð
herða veðráttuna.
Við fórum í þennan fína útreiðartúr í gær og ætluðum aldeilis að fara aftur í dag, en þegar við litum út í morgun var ekki hundi útsigandi. Palli fór samt í eitthvað bjartsýniskast og setti bílinn í gang en hætti við að moka snjóinn af honum. Þótt við kæmumst út á götu, er samt alveg ófært upp í hesthús. Það er nú eitthvað verið að ryðja á helstu götum en ekki spennandi að þvælast suður á eyju í snjókomu og skafrenningi.  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508575
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:42:09


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar