Færslur: 2008 Apríl

28.04.2008 21:47

Sveinn Andri 10 ára

Fyrir 10 árum kom þessi ljósálfur í heiminn og hefur glatt marga sál síðan. Til hamingju með afmælið elsku Sveinn Andri og eigðu góðan dag.
Reyndar eyddi hann deginum, eins og svo margir aðrir, í hesthúsinu í góðra vina hópi.Annars erum við nýkomin úr Reykjavíkinni. Búin að kíkja á ömmu og afa, Kötlu og frændurna og fara í búðir með Möttu frænku. Einnig fórum við í Húsdýragarðinn og á skauta. Sveinn Andri rosa klár á skautum en við Katla höfðum engu gleymt - eða þannig!
Fór svo í Laugarnar í Spa með Berlínarbollunum og áttum við góðan dag saman.
Alltaf er samt gott að koma heim og var Palli kominn í land til að taka á móti okkur.

17.04.2008 22:57

Vorverkin

Við erum búin að vera á fullu síðustu daga í vorverkunum. Búið að slóðadraga hagana og hreinsa nánast allt drasl. Nóg er af þessu spýtnabraki og öðru sem safnast eða fýkur til okkar.
Vala og Lísa komu með þessa fínu marengstertu í afmæliskaffi en Vala átti afmæli í dag. Til hamingju með það, Vala og takk fyrir okkur. Hvað er betra en að eyða
deginum í hesthúsinu? Það þarf svo sem ekki að svara því!  


Sveinn Andri á Nal.
Túnin er reyndar ekki orðin svona græn, en myndin er tekin í fyrra.

17.04.2008 13:26

Tvistur og afmæli

Við höfum verið í bloggóstuði undanfarið enda vefurinn í óstuði. En allt á réttri leið.

Við erum búin að skila af okkur fermingarhestinum honum Tvisti sem við erum búin að dúlla okkur við í vetur. Heiða fékk hann í fermingargjöf frá foreldrunum og byrjaði að ríða honum strax eftir fermingu. Það hefur gengið svona glimrandi vel og hesturinn alþægur.

Vala okkar í hesthúsinu á afmæli í dag. Til hamingju með það elsku vinkona.  Við eigum nú von á afmæliskaffi í hesthúsinu ef við þekkjum hana rétt!


Ása á Agnarögn og Heiða á Tvisti

  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503785
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 14:21:12


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar