Færslur: 2008 Maí

28.05.2008 21:57

Reiðskólinn byrjar

Þá fer að líða að því að reiðskólinn í Lyngfelli byrjar.
Hann hefst þriðjudaginn 3. júní klukkan 13:00.
Fyrsti hópurinn er frá 13:00 - 14:30. Seinni hópurinn er klukkan 15:00 - 16:30.
Aldurinn sem við miðum við eru krakkar sem verða 6 ára á árinu.
Hvert námskeið eru 6 skipti og er miðað við hvað hverjum og einum hentar best.
Eftir kl. 17:00 eða eftir samkomulagi er hægt að fara í hestaleiguna, en best er að hafa samband áður.
Við vorum í fyrra með kvennareiðnámskeið á kvöldin og stefnum á að vera með slíkt aftur.
Hægt er að skrá sig á lyngfell@simnet.is  eða hringja í síma 898-1809 og eru Ása og Palli í þeim síma.
Hlökkum til að sjá ykkur,
hestakveðja,
Ása og Palli


Það er oft mikið um að vera

Skvísurnar Lísa María og Margrét Íris

23.05.2008 20:40

Danssýning

 Það er búið að vera svo mikið að gera undanfarið að það er varla tími til að blogga!!!
Um síðustu helgi kastað Mjallhvít okkar vindóttri hryssu og skruppum við Sveinn Andri að skoða. Myndir eru komnar í myndaalbúm. Eins fórum við að skoða Seif sem Gunnar á Strönd á. Vignir í Hemlu er með hann og er komið smámyndbrot inn á myndbandi. Endilega kíkið á það.
Sveinn Andri var til í að vera eftir í sveitinni og hjálpa til í fjárhúsinu, enda nóg að gera á stóru búi. En skólinn, fótboltinn og annað kallar. Fótboltaferðalag á Selfossi um helgina og eins gott að æfa sig.

Skóladagurinn var síðasta laugardag og sýndu krakkarnir m.a. dans. Ætla að enda þetta á Sveini Andra og Þórey í syngjandi sveiflu og Antoni Mána í sólskinsdansi. Best að klára að pakka fyrir Svein því hann ætlar að gista hjá vini sínum og vera samferða honum í Herjólf á morgun.
Flottir litlu krakkarnir


Sandra Dís sýndi líka dans


11.05.2008 15:24

Sveinn Andri og Fróði

Verð að setja inn þessa flottu mynd af Fróða og Sveini Andra. Fróði er af Abyssiniukyni og býr í Reykjavík.


09.05.2008 14:44

Vorfílingur

Í gær bárum við á hagann í Lyngfellslandinu.Túnin hafa grænkað mikið undanfarna daga og erum við farin að láta hestana snyrta í kringum húsin. Þeim leiðist nú ekki að fá smá grænt gras!
Húsbóndinn sló garðinn heima. Hann fór líka og setti ný dekk undir hestaflutningavagninn. Það styttist í að við náum í útiganginn upp á land og þá er betra að kerran sé klár.
Fyrir nokkru fórum við upp á land og að sjálfsögðu var eitthvað hestafjör. Veturgömlu hestarnir voru geltir og nokkur stykki leiðitamin. Skafl og Suðri eru farnir að læra þetta enda ekki verið að taka þá í fyrsta skipti. Læt fylgja myndir af þeim félögunum.

Um helgina er fjölskylduhelgi og mikið um að vera hér í Eyjum. Við reiknum með að taka þátt í einhverju en af nógu er að taka. Td. tuðruferðir, óvissuganga, veggjaklifur, sig- og spröngukennsla. Held ég láti Svein Andra bara um það!!!
Góða helgi.04.05.2008 18:33

Hesthúsaafmæli

Afmæli Sveins Andra var haldið með pomp og prakt í gær í Lyngfellinu. Yfir 20 krakkar og nokkrir fullorðnir skemmtu sér konunglega. Farið var á hestbak, í leiki, heystríð, á fjórhjól og fleira. Veðrið lék við hvern sinn fingur.  Sól og smá gola en reyndar var aðeins farið að hvessa þegar allt var búið. Myndir úr afmælinu eru komnar í myndaalbúm. Endilega kíkjið á þær.

Takk fyrir góðan dag.

Gámaþjónusta Vestmannaeyja gerði sér dagamun 1.maí og hélt fjölskyldudag í Lyngfelli. Rosastuð hjá þeim, grillað, börn og fullorðnir á hestbak og krakkarnir fengu að fara með á fjórhjól hjá Steina og Gústa. Steini stóð sig eins og hetja við að teyma undir krökkum.

  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar