Færslur: 2008 Júní

20.06.2008 23:33

Bara blíða

Er búin að vera hálf löt undanfarið í blogginu en ætla að setja inn nokkrar myndir sem hafa verið teknar undanfarið.
Sveinn Andri fór á námskeið í Geldingarholt hjá Rosemarie og lærði heilmikið. Hafði mjög gaman af en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer á heimili þar sem hann þekkir engan. Eiginlega er hann búinn að vera á Spyrli hans Magga Kristins síðan og ná þeir mjög vel saman.
Reiðskólinn hefur gengið mjög vel og eru þær ekkert smá flottar skvísurnar og reyndar líka þessir fáu strákar sem hafa verið. Einhvern veginn er það svo að strákarnir eru alltaf í miklum minnihluta.


Sigurlaug, Helga Þóra, Aðalheiður Stella og Sveinn Andri

Rósa Kristín, Kolbrún María, Alla Stella, Margrét Rún, Lísa María og Sigurlaug. Máni í baksýn

Sveinn Andri og Spyrill

05.06.2008 19:19

Bara flottir

Þetta er vel við hæfi í allri umræðunni um blessaðan ísbjörninn.

Flottir bangsar
 - myndband

Annars er það að frétta að reiðskólinn er farinn af stað en veðrið í dag var eitthvað að plaga okkur. Enda áttu þau yngstu, sem eru niður í 5 ára að vera, en þau bera sig ósköp illa í golukalda og rigningu. Á morgun eru aftur eldri börn en það spáir alveg bongó.

Ég er að setja inn fleiri myndir af folaldinu hennar Mjallhvítar en hún hefur fengið nafnið Dís.


  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508562
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:05:14


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar