Færslur: 2008 September

30.09.2008 22:30

Aftur til fortíðar

Verið var að draga björg í bú í dag. Okkur vantaði hornstaura sem voru í fjörunni og varð Gjafar fyrir valinu í að draga þá upp. Hann stóð sig vel og bara eins og hann væri hokinn af reynslu við það.Við vorum uppi á landi um helgina og kíktum á framkvæmdir vegna Bakkafjöru. Það var reyndar lítil hreyfing við Markarfljótið og var Sveinn Andri ekki lengi að máta sig við bílana. Þeir eru ekkert smásmíði. emoticon

15.09.2008 16:57

Rósa Kristín afmæli

Rósa Kristín, duglega hestastelpan er 5 ára í dag. Til hamingju með daginn kæra vinkona. emoticon  emoticon  emoticon

Annars er allt í rólegheitunum þessa dagana. Smáey er að verða búin í slipp og fer væntanlega á veiðar á morgun eða hinn. Palli hinn ánægðasti í Reykjavíkinni eða þannig.

Sveinn Andri er staðráðinn í að æfa íþróttir í vetur og urðu handbolti og fótbolti fyrir valinu. Fótboltinn fer þó í frí fljótlega. Hann heldur líka áfram að æfa gítar og verður þetta þá eins og síðasta vetur. Bara besta mál.

Það er ekki ónýtt að hafa duglega krakka til að hjálpa til.


Afmælisbarnið veit að hestarnir þurfa vatn

Og moka skítnum úr gerðinu

Ekkert pjatt á þessu heimili   emoticon

10.09.2008 21:04

Staðið í ströngu

Við stóðum aldeilis í ströngu í dag og var það alfarið lögreglunni hérna að "þakka."  Það voru 10-12 lausir hestar fyrir utan hólfið sem hestarnir okkar voru í og þeir skelltu þeim bara inn. Ekkert mál. Nema fyrir okkur var þetta stórmál að skilja hina hestana frá okkar og laga síðan girðingar eftir þá.  Eins og gefur að skilja eru læti í hestum þegar ókunnugir fara saman við og stukku þeir á girðinguna. Við megum þakka fyrir að fá ekki halta hesta eftir þessi ósköp. Ég held að lögreglan ætti að snúa sér að einhverju öðru en að reka hross sem þeir vita ekki hverjir eiga.  Við spurðum þá hvort þeir mundu þá ekki laga girðinguna, en nei takk ekki að ræða það.  Ætli þeim finnist við ekki hafa nógan tíma til þess.


02.09.2008 21:56

Paradís á jörðu

Já vorum í Víkinni yfir Þjóðhátíðina og eitthvað fram í ágúst. 
Þar sem hestarnir voru í stykki í Reynishverfinu eyddum við ansi miklum tíma þar. Óvenjulítið var í ósnum og fundum við (eða Palli) nýja leið meðfram honum sem gerði það að verkum að við vorum "enga stund" að ríða í hlað hjá nýju Brekknabændunum.  Annar þeirra var reyndar bara heima enda nóg að gera hjá bændum.

Við gerðum nú ýmislegt fleira en ríða út á þessum fallega stað. Meðal annars var fýlaveisla á Sunnubrautinni en ekki man ég hvað það eru mörg ár síðan við smökkuðum fýl síðast, nammi namm.


Reynisdrangar

Dyrhólaós. Sandeyrar standa víða uppúr


Í roki í nýju umhverfi - voru fyrst mjög varir um sig


Vitinn á Dyrhólaey er ekkert smá flottur


Flottastur uppi á Dyrhólaey
  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503785
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 14:21:12


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar