Færslur: 2008 Desember

31.12.2008 22:23

Áramót

Við óskum ykkur gleðilegs árs og friðar. Þökkum innlitið á síðuna og kvittin á liðnu ári. 


24.12.2008 17:26

Jól

Við óskum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hafið það gott um hátíðirnar og munið að knúsa hvert annað.

13.12.2008 16:27

Aðventan

Desember líður ekkert smá hratt. Kannski vegna þess að maður ætlar að gera svo mikið en ég finn mér eitthvað allt annað að gera en jólaskreyta.emoticon 
 Við erum orðin full tilhlökkunar að taka á hús enda er veðrið búið að vera svona ekta útreiðarveður. Allavega síðustu tvo daga...heila!  Ætli við bíðum samt ekki eftir "Austfirðingnum" okkar, honum Palla en það liggur við að áhöfnin þekki sig orðið betur á Eskifirði og Reyðarfirði og hvað þessir firðir heita! Svo er hún Vala okkar alveg ómissandi en það er nóg að gera hjá henni þessa dagana. emoticon
Í mörg ár var alltaf sett inn á Þorláksmessu, allt járnað og síðan fóru þeir sem höfðu tíma til, í útreiðartúr á aðfangadagsmorgun. Sérstök stemning yfir þessu. Þetta er nú breytt í dag því yfirleitt setjum við inn í kringum 18. des. og járnum smátt og smátt. Það er samt gaman að hafa hefðir í kringum þetta eins og annað kringum jólin.

Hafið það gott á aðventunni


08.12.2008 17:41

Myndir

Er búin að setja nýjustu myndirnar í myndaalbúm. Að sjálfsögðu nánast eingöngu hestamyndir.emoticon Það er gaman að fylgjast með hvað ungviðið breytist hratt, hvort sem er folöldin eða eldri tryppin. Til dæmis er engu líkara að Suðri sé að verða glófextur, en hann var alltaf með rautt fax. Það verður spennandi að sjá hvernig hann og hin líka koma undan vetri.

Sveinn Andri stefnir á að gera Ósk sína leiðitamda (með smá hjálp) seinnipartinn í vetur. emoticon 

Þetta er hún Dís í byrjun ágúst. Smá eftir af folaldahárunum á lendinni.

02.12.2008 21:08

Síðbúið blogg

Það er svo sem búið að vera nóg að gera þó það komi ekki fram á blogginu! Enda styttist í jól.emoticon
Það er ekki búið að taka ákvörðun hvenær verður tekið á hús en alltaf styttist í það. Það lítur út fyrir að það verði fámennt en góðmennt í vetur. emoticon
MK á afmæli á morgun, 3. des. Til hamingju með það Maggi okkar! emoticon

Við fórum í heimsókn til Elku í Þykkvabæinn  þegar við fórum upp á land í nóvember. Hún sýndi okkur reiðhöllina en ekki var hægt að komast í hitt hesthúsið vegna steypuvinnu. Þökkum við kærlega fyrir okkur.


Elka


Steypuvinna. Verður væntanlega flott þegar þetta verður tilbúið.


Málin rædd í reiðhöllinni.

Hestarnir taka sig vel út.


Flóki settlegur.

  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503770
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 13:46:04


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar