Færslur: 2009 Janúar

25.01.2009 20:20

Þorrinn blótaður

Við gerðum okkur glaðan dag fyrsta laugardag í þorra. Fórum í reiðtúr um eyjuna fögru með trúss sem fylgdi okkur. Ætli við höfum ekki riðið ca. 25 km.
Um kvöldið var snæddur góður matur og guðaveigar teigaðar.  emoticon
Takk fyrir daginn kæru hjón. emoticon


Hjónin Vala og Fiddi Palli í góðum gír.

Í dag fengum víð góða heimsókn úr Skaftártungunni en skólastjóri GRV og frænka hennar komu ríðandi í hlað.

Sveinn Andri er búinn að vera á handboltamóti í Kópavogi um helgina. Glæsilegur árangur hjá strákunum í C1 en þeir urðu í 1. sæti og töpuðu engum leik. Til hamingju með það, strákar.

Mig langar að benda á link á síðunni en það er Smáey Ve. Þetta er gamla Smáey en myndbandið er tekið í desember 2002.

08.01.2009 23:34

Sett inn....fyrir löngu

Við settum hestana inn fyrir jól við hátíðlega athöfn. Allir mættir sem ætla að taka þátt í vetur.
Sveinn Andri tók lagið


Þessi pakksaddi selur varð á vegi okkar á smábátabryggjunni um daginn
  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508562
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:05:14


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar