Færslur: 2009 Febrúar

25.02.2009 21:15

Öskudagur

Öskudagur rann upp bjartur og fagur. Sveinn Andri klæddi sig eins og hestamaður (nema hvað!) og Margrét Rún bekkjarfélagi hans líka. Þau fóru reyndar þrjú saman en Agnes Svava var í öðruvísi búningi. Þau komu klyfjuð af sælgæti heim en þessa dagana er kvöldsnakkið eingöngu ávextir. Sælgætið fær að bíða aðeins.


Sveinn Andri og Margrét Rún en það vantar Agnesi SvövuAnnars fórum við í góðan útreiðartúr á sunnudaginn, Ása, Palli, Vala, Sveinn Andri og Margrét Rún. Myndavélin var höfð með en sá sem var með hana annað hvort stakk okkur hin af eða týndist á hrauninu. emoticon  Allavega hitti hann einhverjar kellur sem riðu með honum til baka í hesthúsið. Þegar við komum þangað biðu okkar þessar fínu bollur í boði Margrétar Rúnar. 
Það er af Palla að frétta að hann hefur ekki fengið að fara í útreiðartúr síðan nema með taum á milli. emoticon

Þetta er eina myndin sem var tekin áður en sumir týndust

11.02.2009 14:14

Síld og aftur síld

Við erum búin að gefa hestunum síld í vetur og eru þeir allir komnir upp á lagið með að éta hana. Þeir voru ekkert mjög kátir með þetta fyrst og þurfti að brytja hana niður. Við prófuðum fyrst að gefa hana úti en hrafnarnir voru fljótir að renna á lyktina.  Síldin þykir holl og próteinrík en veit þó ekki hvort hún kemur í staðinn fyrir lýsið. Reyndar gefum við miklu minna lýsi núna en undanfarna vetur en þeir verða svo fallegir í hárafari af lýsinu.

Annars eru tvær dömur búnar að vera duglegar í hesthúsinu í vetur og má ég til með að setja myndir af þeim líka. Þetta eru þær Rósa Kristín og Kolbrún María báðar 5 ára.


Sópað á fullu og síldin gerð klár

Að sjálfsögðu tók Vala mynd af Blesa (sínum)

Spyrill fékk að fljóta með

Nammi namm

Flottar skvísur

Primadonnur í glugganum

02.02.2009 21:15

Kyndilmessa

Það var alveg dásamlegt að fara í útreiðartúr í dag í allri blíðunni. Reyndar skilst mér að það sé best ef ekki sést til sólar þennan dag því annars verður snjóþungt það sem eftir lifir vetrar.  Ótrúlegt hvað þessi gamla trú stenst oft.

Ég er búin að setja inn myndir í myndaalbúmið.

  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar