Færslur: 2009 Mars

29.03.2009 22:13

Óvissuferð

Vala og stelpurnar í saumaklúbbnum hennar komu í óvissuferð í hesthúsið í gær. Mikið stuð á skvísunum, og að sjálfsögðu var farið í útreiðartúr.  Myndir koma fljótlega í albúm.Annars er það að frétta af tamningunni hjá Sveini Andra að hann fór í útreiðartúr með pabba sínum í dag í blíðunni. Undanfarið hefur hún Ósk hlaupið með hnakkinn og allt gengið ljómandi vel. Enda voru engir stælar í dag.


Alveg klár í slaginn

Stoltur eigandiÞað brimar oft í Klaufinni

22.03.2009 20:27

Helgarferð

Þokki og Ósk eru komin til Eyja.  Við skruppum til Víkur í leiðinni þegar við sóttum þau og vorum við ein af þeim sem biðum af okkur veðrið á Sólheimasandi um síðustu helgi. Vorum ekki nema um 4 tíma frá Pétursey að Jökulsá á leiðinni til baka!  Sveinn Andri var sem betur fer ekki með okkur því hann var að keppa í Reykjavík. Þeir urðu í 3. sæti á Íslandsmótinu í  handbolta, strákarnir.  Flott hjá þeim.emoticon
Mamma/tengdó/amma og Hafsteinn Óli eiga afmæli í dag, 22. mars. Til hamingju með það bæði tvö. emoticon


Mikið skelfing er stutt til Eyja úr Bakkafjöru. Þetta eru svokallaðir Álar og er sjórinn hinu megin við sandinn. Vorum aðeins að forvitnast þarna niðurfrá. Það verður munur að vera ekki nema hálftíma upp á land eftir eitt og hálft ár.

Þegar við komum heim var tekið á móti okkur með pompi og prakt. Nýbakaðar vöfflur og alles namm namm.emoticon 

Rósa lét sig ekki vanta


 Vala lét ekki segja sér tvisvar að taka skeifnasprettinn á Þokka eftir járningu.

Annars gengur ágætlega með Óskina. Hún er nánast orðin leiðitöm en líst ekkert á bílana og önnur farartæki á hjólum.


Hring eftir hring...


Allt að koma

11.03.2009 19:48

Ósk Örvarsdóttir

Það er nú ekki mikið að gerast hjá okkur þessa dagana.
Smáey er núna að landa fullfermi og er Palli kominn í frí eftir morgundaginn.

Sveinn Andri er að fara að keppa í handbolta um helgina og gistir í Álftamýrarskóla. Svo sem ekki í frásögur færandi nema þetta er gamli skólinn minn. Ég kemst samt ekki með að horfa á en það væri gaman að fara í skólann og rifja upp gamlar minningar. Það hefur örugglega ekkert breyst þótt það séu yfir þrjátíu ár síðan ég byrjaði þar (vá!).

Annars styttist í að við förum að ná í eitthvað af útiganginum okkar. Það er langt síðan það var ákveðið að ná í hana Ósk í mars, en hún er að verða 3ja vetra. Sveinn Andri er eigandi og er orðinn spenntur að reyna sig við að temja hana. Allavega er ágætt að gera hana leiðitama og svoleiðis til að byrja með.

Svona leit hún út nýfædd en það verður gaman að sjá breytingu á henni


Hérna er hún mánaðargömul

  • 1
Flettingar í dag: 106
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508575
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:42:09


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar