Færslur: 2009 Apríl

28.04.2009 22:42

Afmælisbarn dagsins

Já, hann er orðinn 11 ára litli drengurinn. Til hamingju með það elsku Sveinn Andri okkar. emoticon  Afmælisveislan bíður betri tíma þar sem afmælið á að vera uppi í hesthúsi.

Vorverkin eru byrjuð, búið að slóðadraga allt og einn dagur var tekinn í að mála. Ekki leiðinlegt hjá krökkunum að taka þátt í þessu.


Svo fínt!  Moli einhvers staðar sem hann á ekki að vera.

Framundan er handboltamót hjá Sveini Andra um helgina og verður það haldið hér í Eyjum. Eins eigum við von á gestum sem ætla að stoppa langa helgi. Bara stuð. emoticon

Vala hélt upp á afmælið sitt 17. apríl og var mikið gaman. Til hamingju með það þótt seint sé, Vala okkar. Myndir eru komnar í albúm.

Lundinn er kominn og sáum við fullt af honum þegar við riðum upp í Lyngfellisdal um daginn. Vonandi að hann sé að fjölga sér aftur.


  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 120
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 479110
Samtals gestir: 90124
Tölur uppfærðar: 17.8.2018 02:10:48


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar