Færslur: 2009 Maí

24.05.2009 12:43

Helgarferð

Fórum um daginn að sækja útiganginn okkar og komum heim með Agnarögn og Faxa-Blesa. Við fórum laugardagsbíltúr um uppsveitir Árnessýslu og stoppuðum í Reykholti og Laugarvatni. Sveinn Andri fékk að prófa fjórhjól í Reykholti, alsæll að sjálfsögðu. Erum búin að heyra síðan að við verðum að kaupa fjórhjól. Kannski margt vitlausara en það. Við fórum 5 saman út að borða á Lindinni á Laugarvatni. Þarna er búið að gera gamla Húsmæðraskólann upp og er þetta mjög flottur staður. Mæli með honum.


Í sól og sumaryl

Verðum að fá okkur svona!!!

Seint um kvöldið fórum við að forvitnast um framkvæmdir í Bakkafjöru. Sveinn Andri var svo heppinn að í fyrsta trukknum sem við sáum var nágranni okkar og bauð hann Sveini eina salibunu niður að sjó að sturta grjóti í varnargarðinn. Takk fyrir það Stimmi. Gaman að sjá hvað verkið gengur vel.


Stimmi og Sveinn á leiðinni gegnum rörið


Engin smásmíði

09.05.2009 21:55

Fleiri mót

Datt í hug að blogga á meðan ég er að bíða eftir Herjólfi en Sveinn Andri er að koma með honum. Hann fór í gær að keppa í fótbolta og unnu þeir sína leiki.
Um síðustu helgi var Íslandsmeistaramót í handbolta og urðu þeir í 2. sæti. Hársbreidd frá meistaratitlinum en þeir stóðu sig vel engu að síður.
Unnur þjálfari að lesa yfir þeim


Ánægðir silfurhafar

Matta sys var í heimsókn í tæpa viku með ormana sína og var mikið líf í húsinu. Hálftómlegt þegar þau fóru. Eitthvað var hægt að fara á hestbak en það er búið að blása svolítið í rúma viku. Allavega voru krakkarnir ekki í vandræðum að moka út og kemba. Bara dugleg. Set myndir í albúm.

Við hjónakornin áttum 4ra ára brúðkaupsafmæli þann 7. maí en Palli var að vísu á sjó. Aldrei slíku vant vorum við tvö í kotinu á föstudagskvöld og ætluðum í rómantískan útreiðartúr en það endaði í bíltúr. Nenntum ekki í norðanrokinu á hestbak.
  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar