Færslur: 2009 Júní

22.06.2009 23:13

Fyrirsætustörf

Gjafar var fenginn að láni í myndatöku með Lexu. Mjög flottar myndir.

Annars er reiðskólinn á fullu og búið að vera nóg að gera. Krakkar frá 5 ára og upp í 14 ára. Kvennanámskeiðið gengur líka ágætlega og klára einhverjar í þessari viku. Nýtt kvennanámskeið byrjar svo eftir helgina.

13.06.2009 22:43

Lille boy

Hún Mjallhvít okkar er nú loksins köstuð. Komið leirljóst tvístjörnótt hestfolald. Skrapp upp á land í dag að kíkja á lille boy, en hann hefur ekki fengið nafn ennþá.10.06.2009 23:56

Reiðskóli gengur vel

Reiðskólinn gengur bærilega. Byrjað er klukkan 10 á morgnana, síðan er klukkan 13 og 15:30. Hvert námskeið eru 6 skipti og eru einn og hálfur klukkutími í senn.
Stefnt er á kvennareiðnámskeið sem byrjar á mánudagskvöld.

Við fengum að láni hest sem heitir Rósant og verður í reiðskólanum fram að þjóðhátíð. Hann kemur ágætlega út og á örugglega eftir að standa sig vel í sumar.02.06.2009 21:28

Reiðskólinn byrjar

Reiðskólinn byrjaði í dag en átti reyndar ekki að byrja fyrr en í næstu viku. Það er reyndar ágætt að byrja í eins góðu veðri og er búið að vera undanfarið.
Það eru u.þ.b. tvær vikur síðan hestunum var sleppt út og hesthúsið þrifið hátt og lágt. Sveinn Andri lét ekki sitt eftir liggja.Það voru fagnaðarfundir þegar við komum með Agnarögn og Faxa-Blesa um daginn. Litla Óskin ætlaði ekki að slíta sig frá þeim. Smá myndasyrpa emoticon

Komin í kerruna
VinkonurnarBúið að sópa út úr kerrunni

Annars var Sveinn Andri ánægður innan um hrossin upp á landi. Reyndar eigum við ekki þessi!
  • 1
Flettingar í dag: 65
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503785
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 14:21:12


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar