Færslur: 2009 Desember

31.12.2009 18:12

Gamlársdagur

Þá er árið að verða liðið í aldanna skaut.

Við stöldruðum við í hesthúsinu í dag og sumir skáluðu í Töfrateppi. Alveg ljómandi gott.
Brennurnar eru á sínum stað, hjá Björgunarfélaginu við Hástein og hjá Daða Páls & co upp við Hrafnakletta í Helgafelli. Þar var byrjað á að skjóta flugeldum upp úr gígnum - mjög flott. Tók reyndar ekki mynd af því en brennan náðist á mynd.


Feðgar að gera sig klára í útreiðartúr, síðustu forvöð á þessu ári. Vala fær
ekki að fara með í karlareiðtúrinn. Tekur bara myndir í staðinn.

Blesa langar með en folarnir hugsa meira um að snæða

Fiddi Palli og Rósa Kristín spekingsleg

Skál skál. Sveinn með gult töfrateppi
Takk fyrir daginn kæru vinir

Gleðilegt nýtt ár
Kveðja frá Lyngfelli

25.12.2009 13:01

Gleðileg jól!

Gleðileg jól kæru vinir. Óskum ykkur farsæls nýs árs með þökkum fyrir viðskiptin á árinu. Megi nýja árið færa ykkur gleði og frið.

Allir níu hestarnir eru komnir á hús í Lyngfellinu. Tekið var inn með pomp og pragt þann 22. Það er búið að vera hrikalega kalt þó ekki nema mínus 4 en mikil vindkæling brrrr.
Það er fjölgun á fólki í húsinu í vetur,  Þóra Hrönn og börn (veit ekki með Daða) ætla að vera með okkur, Magga og Völu. Þannig að við hlökkum til vetrarins.


Jólatréð komið á sinn stað á Þorláksmessu

Hesthúsið tilbúið

Hestarnir líka tilbúnir

Suðri kominn inn í fyrsta skipti

Boðið upp á tvíreykt hangilæri úr Mýrdalnum

Skyldi það vera hrossakjöt?

Harðfiskurinn klikkar ekki

Stórgreifarnir


18.12.2009 20:47

Desember

Desembersólin er ansi stutt á lofti þessa dagana. Suðri stillti sér upp í sólarglætunni í dag.

Við vorum að heiman nokkra daga um daginn að hjálpa Gunnari vini okkar á Strönd að gera aðstöðu fyrir nokkur hross. Við gáfum okkur líka tíma til að kíkja á Mjallhvíti og prinsinn hennar. Eina nafnið sem er komið á greyið er Allsekkidropi!


Gólfið fest niður


Spáð og spekúlerað
Þá er bara eftir að setja motturnar og mála


Kíktum á hrossin sem eru heima við

Allsekkidropi er allur að spekjast
  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar