Færslur: 2010 Janúar

30.01.2010 19:35

Eitt og annað

Loksins komin blíða og erum við Lyngfellingar búin að nýta veðrið alveg ágætlega.
Palli og Sveinn Andri fjarri góðu gamni, annar kominn á sjóinn og hinn að vinna leiki í handboltanum í Hafnarfirði. Finnst þetta reyndar orðið ágætt í bili þar sem þetta er þriðja helgin í röð í keppnisferð en sá stutti er bara ánægður með þetta.

Sá yngsti í hesthúsinu nýtur mestrar athygli enda óskaplega gæfur og forvitinn. Hann var nú ekki alltaf svona spakur.En núna eltir hann mann alveg á röndumÆtlar hreinlega stundum að éta mannKalli/Tígulás/Blíður er mjög æðrulaus og gerir allt sem hann er beðinn um.
Bíður bara eftir tamnigamanninum en Herjólfur er víst kominn og best að ná í "tamningamanninn" og sjá hvort hann hefur tíma á morgun.

17.01.2010 22:30

Lítil prinsessa

Í morgun klukkan 10:14 fæddist þriðja barnabarnið á sjúkrahúsinu á Neskaupsstað. Myndarstelpa 16 merkur og 53 sentimetrar. Við óskum Hjördísi og fjölskyldu til hamingju með hana. Þau búa á Seyðisfirði þannig að ég veit ekki hvenær við kíkjum á þau.

Annars er lítið að frétta. Smáey er á leiðinni í slipp til Babylon, Palla til mikillar ánægju. Verður þar allavega næstu viku og er þá kominn í vikufrí. Reyndar kemur þá björgunarskólinn inn í þannig að sú vika verður stutt.

Sokki brosir bara að þessu öllu saman

11.01.2010 21:26

Bara flott

Glæsileg sýning hjá Mette Mannseth á sýningu Fáks á síðasta ári.

  • 1
Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508592
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:04:59


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar