Færslur: 2010 Febrúar

25.02.2010 15:16

Smá snjór

Í gær var verið að dásama snjóleysið í vetur en við höfum verið mjög heppin fram að þessu. Það er eins og það er ef það snjóar í Vestmannaeyjum verður allt ófært. Skólunum og æfingum aflýst og annað í lágmarki. Nú væri gaman að vera 11 ára og leika sér í snjónum en ég er ekki viss um að sonurinn sé sammála.
Ég er samt búin að moka tröppurnar en bíllinn bíður eftir að eiginmaðurinn komi af sjónum. emoticon


Svona leit bíllinn út í mars fyrir tveimur árum - aðeins meiri snjór þá
Þessi mynd er líka tveggja ára

18.02.2010 22:29

Feðgar og frændur

Tamningin á Tígulás (Kalla) juðast áfram og er Sveinn Andri að byrja að vera á honum einum á vellinum. Þokki í frontinum stjórnar ferðinni alveg ágætlega. Palli og Gjafar fengu að fljóta með aftast.


Þokki, systursonurinn Tígulás og Sveinn

Gjafar eins og unglamb

Ég er nú aldeilis búinn að standa mig vel í dag!

16.02.2010 18:38

Bjarni og Þokki

Það þýðir ekkert annað en að nota veðrið loksins þegar lægir og skelltu Bjarni og Palli sér á bak í dag. Bjarni nýkominn úr Hveragerði og sprækur sem lækur.


Hjálmurinn spenntur


Allt klárt


Ekki leiðinlegt


Tveir góðir saman


Spekingar spjalla

16.02.2010 18:04

Þorrinn blótaður

Þorrinn var blótaður hjá Lyngfellingum um síðustu helgi. Því miður sáu Þóra Hrönn og co og MK sér ekki fært að koma sökum anna. En við hin gerðum matnum góð skil og guðaveitingar drukknar. Já teppið klikkar ekki hjá okkur Völu.
Sveinn Andri fór annað eftir matinn og svo var mót í frjálsum daginn eftir.


Nammi namm

Talið á puttunum


Palli pollrólegur eins og ávallt


Fiddi kominn á gítarinn


Og dansinn dunar enn....


Það var hörð keppni í hlaupinu


Er að gera sig kláran fyrir hástökkið

08.02.2010 21:14

Verkefni

Við fengum fína heimsókn í dag, fjórar hressar stelpur úr 7. bekk. Þær eru að vinna verkefni í skólanum og ákváðu að hafa verkefnið um hesta. Þær tóku fullt af myndum af hestunum og skelltu sér að sjálfsögðu á bak.


02.02.2010 22:13

Kyndilmessa

Kyndilmessa enn á ný og veðrið eins og best verður á kosið á þessum degi. Lofar góðu fyrir restina á vetrinum.
Við létum ekki vind og kulda stoppa okkur í dag og skelltum okkur fjöruhring.
Það skemmdi ekki daginn að fálkinn sem er búinn að vera hér undanfarna daga heimsótti okkur en er ekkert sérstaklega spakur.


Margrét Rún besta


Tamnigamaðurinn kominn á Tígulás/Kalla


Flottir saman


Flottur fugl
  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508562
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:05:14


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar