Færslur: 2010 Mars

31.03.2010 00:07

Bras

Undanfarið eru nánast allir búnir að vera að spá í gosið og erum við engin undantekning. Við vorum að þvælast í Hlíðinni ekki löngu fyrir gos í þvílíkri blíðu og tókum mynd af Eyjafjallajökli - svona til öryggis. Á leiðinni í Þorlákshöfn lentum við í brasi með kerruna en vorum svo heppin að fá lánuð verkfæri hjá Einari á Urriðafossi. Annars er óhætt að mæla með vélsmiðju Ingvars Guðna í Flóanum. Þeir voru mjög liðlegir að smíða fyrir okkur.

Ég er aðeins að tína inn myndir í albúmið.


Jökullinn lætur lítið yfir sér þessa stundina


Verið að setja nýtt beisli undir kerru

01.03.2010 18:01

Snjókorn falla...

Þá er snjórinn "mikli" að verða farinn nema skaflar á víð og dreif.
Ég fékk tvo vaska sveina með mér að moka frá bílnum. Þeim leiddist ekki að vera úti enda komið kvöld.


Gaman gaman


Suðurfrá í Lyngfelli var allt á kafi í snjó þegar við Þóra Hrönn komum þangað á fimmtudeginum til að moka og gefa.
Þurftum að moka frá hurðinni. Sem betur fer þurfti ekki að opna vélageymsluna - hefðum verið allan daginn að moka.

Hestarnir fengu smá hreyfingu

Þóra Hrönn fékk líka smáhreyfinu

Vala og Fiddi komin heim frá Köben og Fiddi kominn á fimmtugsaldurinn. Til hamingju með það Friðrik Páll!
  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar