Færslur: 2010 Maí

22.05.2010 23:12

Útskriftarhópur Sóla

Sunna bauð krökkunum sem eru að útskrifast á leikskólanum upp í hesthús um daginn. Fóru þau á hestbak og drukkið nesti á eftir.


Sunna og fleiri krakkar alveg tilbúin


Sunna og Sveinn Andri teyma undir


Líka Margrét Rún


Sveinn og Margrét Rún héldu sýningu á Ósk og Spyrli


Krakkarnir borðuðu nestið og fylgdust með

16.05.2010 20:04

Öskufall á laugardegi

Síðustu dagar er búnir að vera gráir en eitthvað af öskunni hefur þó fokið.
Hestarnir fengu að viðra sig úti í gerði í gær en það var aðeins öskufall.


Lyngfell í gráma


Hrönn kastaði á föstudagsmorgninum, jarpur hestur kom
Við Þóra Hrönn fórum með hey og vatnSá bleikálótti stillir sér upp


Alveg til í smá spjall

14.05.2010 19:46

Öskufall

Það gat ekki farið svo að við mundum sleppa endalaust við gjóskuna því við fengum smá slatta af henni í dag.
Það er nóg um að vera því Hrönn kastaði í morgun fallegu jörpu folaldi. Þær voru varar um sig folaldsmerarnar þegar við Sveinn Andri fórum með hey handa þeim.
Á morgun ætluðu um 50 skólakrakkar að koma á hestbak og grilla, en þeir eru hættir við í bili.
Annað kvöld er svo Lúðró og Tríkot að spila í Höllinni og hlakka ég til að fara á tónleikana.


Svona leit gosið út um daginn og Víkurbúar fengu að kenna á öskunni


Öskuskýið að koma yfir


Skýið kemur nær


Þytur og Mömmublesi taka sprettinn heim. Sveinn Andri þurfti reyndar að reka á eftir þeim
Þær vildu ekkert tala við okkur
Sá stutti vildi alveg tala við okkur um daginn en ekki í dag
08.05.2010 23:35

Nýköstuð hryssa

Fyrsta folaldið á Eyjunni fögru þetta vorið hefur litið dagsins ljós. Það er bleikálóttur, stjörnóttur hestur en þau eru reyndar ekki í okkar eigu.
Við Margrét Rún heilsuðum upp á þau í dag.

  • 1
Flettingar í dag: 50
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 55
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 503770
Samtals gestir: 94132
Tölur uppfærðar: 12.12.2018 13:46:04


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar