Færslur: 2010 Júní

03.06.2010 13:53

Reiðskólinn byrjar

Reiðskólinn í Lyngfelli byrjar mánudaginn 7. júní fyrir börn fædd 2004 og eldri. Hvert námskeið eru 6 skipti, einn og hálfur klukkutími í senn.
Hægt er að velja um þrjá mismunandi tíma, klukkan 10 á morgnana, klukkan 13 og klukkan 15:30.
Skráning og upplýsingar eru í síma 898-1809.


Sunna sæta og Suðri sæti.
Myndina tók Þóra Hrönn.

03.06.2010 13:33

Mjallhvít nýköstuð

Mjallhvít okkar kastaði þann 30. maí brúnu hestfolaldi undan Ársæli frá Hemlu. Við vorum svo heppin að vera uppi á landi og brunuðum á Selfoss að kíkja á hana.


Hann er ekki orðinn alveg þurr sá litli.


Þarna var líka Eva með mánaðargamalt hestfolald undan Klæng.

Hestapössunarpíurnar Ragga og Haukur í Austurási og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

03.06.2010 13:17

Skólakrakkar

Krakkar í 4. og 5. bekk Hamarsskóla komu í heimsókn til okkar á sólskinsdögum. Við fengum tvær folaldsmerar lánaðar og gátu krakkarnir klappað folöldunum. Eins fóru þau á hestbak, kembdu, léku sér í heyinu og fleira.
Set fleiri myndir í albúm.


Sveinn Andri og Spyrill leiða hópinn

Flottir krakkar

Lísa búin að kemba Mána

  • 1
Flettingar í dag: 123
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508592
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 14:04:59


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar