Færslur: 2011 Apríl

19.04.2011 20:50

Lísa og Ögnin

Einhverra hluta vegna datt Lísa út um daginn en að sjálfsögðu set ég þær stöllur inn aftur. Hún er aldeilis fín á merinni hennar mömmu sinnar og er farin að brúka fyrir hana.
Styttist í páskana og því betra að hestarnir séu í góðu formi.

19.04.2011 20:27

Langa

Við fórum út í Löngu í dag að kanna aðstæður fyrir páskareiðina. Höfum reyndar ekki komið þangað fyrr. Stoppuðum stutt því að gæta verður sjávarfalla til að komast þangað og til baka. Allavega ekki gaman að þurfa að bíða af sér flóðið.


Vatnssöfnun fyrir bátana var í brunni upp við klettinn
Handahlaupið æft. Bátaflotinn í höfn.


 Háfjara

03.04.2011 22:02

Starfsfræðsla

Það komu nokkrir 9. bekkingar til okkar um daginn í starfsfræðslu og var upplagt fyrir þau að skella sér á bak. Stelpurnar eru reyndar vanar en strákarnir óvanir og gekk þeim bara vel.Sveinn Andri, Margrét Rún og Vigdís Hind skelltu sér austur á hraun um daginn
á Gjafari, Þyt og Mána.


Moli tekinn til kostanna

Stelpurnar gera sig klárar í annan reiðtúr
  • 1
Flettingar í dag: 153
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 494344
Samtals gestir: 92664
Tölur uppfærðar: 21.10.2018 17:00:51


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar