Færslur: 2012 Október

29.10.2012 22:15

Svipmyndir frá sumrinu

Sumarið gekk ágætlega fyrir sig en ég var ekkert rosalega dugleg að taka myndir.
Hér koma samt nokkrar.


Best að athuga hvort peningurinn sé ekta02.10.2012 12:43

Hruni frá Strönd

Við fórum í haust að Strönd til að vinna aðeins í fermingargjöfinni hans Sveins Andra, honum Hruna Blossasyni frá Strönd. Þar sem hann er ógeltur og hefur verið í merum þorðum við ekki að taka neinn séns á að hann slyppi og var hann því bundinn utan á Þokka með "sterku" bandi. Hann var ótrúlega ljúfur og gekk allt mun betur en við höfðum þorað að vona þar sem verið var að vinna með hann í fyrsta skipti. 
Eigandinn var að keppa í úrslitaleik í fótbolta í Reykjavík og kom á sunnudeginum til að prófa klárinn.

Folaldsmerarnar voru reknar heim og fullt af fallegum vel ættuðum folöldum til sölu.
Reyndar er mjög efnilegur 4. vetra hestur undan 1. verðlauna hryssunni Eldingu frá Strönd og Kvisti frá Strandarhjáleigu til sölu. Hann er taminn og er kominn með gott tölt.


Í stóðhestagirðingunni, Þristssonurinn Höttur og Hruni


Blesi, Þokki og Hruni


Það er eins  og allir hestar leiti trausts hjá Þokka


Ég fékk að koma fyrst á bak klárnum


Stoltur eigandi búinn að fara í útreiðartúr


Það vantar ekki falleg folöld


Klængsdóttir frá því í vor

Fyrst ég er komin í ungviðið læt ég þessar fylgja með

Ef einhver er að spá í að fá sér kisu er þessi mjög skapgóð og ekki skemmir liturinn

Gott að fá sér sopa hjá annari mömmu

01.10.2012 00:19

SólarlagSólarlagið var fallegt í Öræfunum í sumar


og ekki er það síðra í Mýrdalnum

eða suður á eyju


en það er erfitt að toppa Smáeyjarnar


og Eiðið


en Lyngfell stendur alltaf fyrir sínu

  • 1
Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508525
Samtals gestir: 95111
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 12:35:05


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar