Færslur: 2013 Febrúar

27.02.2013 22:15

Reynisfjara

Mýrdalurinn klikkar ekki frekar en fyrri daginn, alltaf sól og blíða. 
Við fórum í fjöruna í Reynishverfi í nóvember s.l. þegar við vorum að þvælast uppi á landi en það eru fleiri myndir í albúmi.


Þarna er kona að klifra niður stuðlabergið


Hilux fyrirsæta


Reynisdrangar - Smáeyjar  það munar ekki öllu


Mýrdalsjökull og Dyrhólaós


Alveg mega Víkararnir eiga dúfurnar í friði

08.02.2013 11:20

Skeifnasprettur

Það fer lítið fyrir hestabloggi en það þýðir samt ekki að ekkert sé um að vera.

Ég tók nokkrar myndir af feðgunum í janúar þegar skeifnasprettur var tekinn á nokkrum hestum. 


Sveinn Andri og Glampi


Feðgar og systkini


Feðgarnir á Þyt og Dís


Endað á að hreyfa Mána og Mola

08.02.2013 10:47

Þakkargjörð

Í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá Heimaeyjargosi var ýmislegt gert til að minnast þess. Meðal annars voru krakkar í 9. og 10. bekk með blys upp við Eldfell og mynduðu jafnlanga röð og gossprungan var áður en lagt var í göngu frá Landakirkju niður á bryggju. Búið var að slökkva götuljós á þessari leið og var svolítið sérstakt að hafa alveg myrkur í austurhluta  bæjarins.
Við skelltum okkur á þakkargjörð í Betel á eftir og var bæði sungið og sagðar sögur í kringum gosið. Kveikt var á kerti fyrir hverja götu sem fór undir hraun.
 Virkilega gaman og sá Blítt og létt um tónlistina ásamt gestum.
Í lokin stóðu allir upp og var þjóðsöngurinn sunginn undir stjórn Geir Jóns.


Blysin mynduðust ekki mjög vel en voru mjög flott


Gústi á Kapinni var sögumaður, gítarspilari og söng vel


Gísli Helgason er snillingur á blokkflautu og sagði líka skemmtilega frá

  • 1
Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 86
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 508562
Samtals gestir: 95113
Tölur uppfærðar: 17.1.2019 13:05:14


Lyngfell-Hestaleiga

Nafn:

Lyngfell

Farsími:

898-1809

Heimilisfang:

Vestmannaeyjar

Tenglar